#310 *FRÍR AFMÆLISÞÁTTUR* Sársaukafullt hlustunarpartí á fyrsta þáttinn frá 2019
Manage episode 413323583 series 2516641
Í þætti vikunnar lögðu bræðurnir það á sig að hlusta á fyrsta þátt Skoðanabræðra frá apríl 2019 – fimm árum eftir útgáfuna á fimm ára afmæli þessa fremsta hlaðvarps landsins. Óhjákvæmilegt var við þær aðstæður að leggja niður fyrir sér þá hugmyndastrauma sem mótað hafa bræðurna og þeir mótað þá á móti á viðburðaríkum hlaðvarpsferli. Ekki var laust við að menn þjáðust töluvert við að skyggnast aftur í tímann og horfast í augu við sjálfa sig. Sumt eldist reyndar vel. En fátt.
345 afleveringen