Texti:íll // Orðsifjar á HönnunarMars
Manage episode 365874570 series 2945380
Í þættinum er fjallað um sýningarverk sem Sifjuð tók þátt í að setja upp á HönnunarMars í samstarfi við Elínu Örnu Ringsted (https://handverk.cargo.site/Elin-Arna-Ringsted-Halla-Hauksdottir). Um er að ræða samansafn textílverka sem, hvert og eitt, er túlkun á íslensku orði; uppruna þess, þeirri hugmynd sem liggur því að baki og þar með eiginlegri merkingu þess. Í þættinum er fjallað um orðin sem verkin byggja á (bara, hvenær, alveg, ég og þú og hljóð) og viðtal tekið við Elínu Örnu sem lýsir samstarfinu og hönnunarferlinu. Þá er stutt viðtal tekið við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastýru Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, sem útskýrir þá tvímerkingu sem fólgin er í nafninu HönnunarMars. //////////////// Ari Páll Kristinsson, Halldóra Jónsdóttir og Steinþór Steingrímsson (ritstjórar). (2016). Málið. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://malid.is/ /// Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Mál og menning. /// Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstjórar). (2013). Íslensk nútímamálsorðabók. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://islenskordabok.arnastofnun.is/ /// Harper, Douglas (ritstjóri). (2001). Online Etymology Dictionary. Sótt af https://www.etymonline.com/ /// Jón Hilmar Jónsson (aðalritstjóri). (2006). Íslenskt orðanet. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af http://ordanet.is/ /// Mattsson, Christian (aðalritstjóri). Svenska Akademiens ordbok. Stokkhólmur: Svenska Akademien. Sótt af https://www.saob.se/ /// Þórdís Úlfarsdóttir (aðalritstjóri). (2011). ISLEX. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://islex.arnastofnun.is/is/ /// Elín Arna Ringsted og Halla Helgadóttir
20 afleveringen