25112021 - Flakk - Flakk um skipulagsdaginn og skipulag til framtíðar
Manage episode 398101923 series 1312385
Inhoud geleverd door RÚV. Alle podcastinhoud, inclusief afleveringen, afbeeldingen en podcastbeschrijvingen, wordt rechtstreeks geüpload en geleverd door RÚV of hun podcastplatformpartner. Als u denkt dat iemand uw auteursrechtelijk beschermde werk zonder uw toestemming gebruikt, kunt u het hier beschreven proces https://nl.player.fm/legal volgen.
Árleg ráðstefna um stöðu og þróun skipulagsmála, sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan var vel sótt, af bæði gestum í sal og í streymi og var góður rómur gerður að dagskrá og einstökum framlögum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Skipulag fyrir nýja tíma - þar sem loftslagsmál, sjálfbær og aðlaðandi byggð og aðlögun skipulags gagnvart loftslagsbreytingum og náttúruvá voru í forgrunni. Við ætlum að plokka út nokkra af þeim sem töluðu á ráðstefnunni í tveimur þáttum - það er að mörgu að huga í samtímanum varðandi skipulag. Rætt er við Þráinn Hauksson landslagsarkitekt, Hörpu Stefánsdóttur arkitekt og doktor í skipulagsfræðum og starfar við umhverfis- og lífvísindaháskólann í Osló, en byrjum hjá Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar
…
continue reading
197 afleveringen