Mannakorn - í Gegnum tíðina (1977)
Manage episode 458103839 series 1315174
Inhoud geleverd door RÚV. Alle podcastinhoud, inclusief afleveringen, afbeeldingen en podcastbeschrijvingen, wordt rechtstreeks geüpload en geleverd door RÚV of hun podcastplatformpartner. Als u denkt dat iemand uw auteursrechtelijk beschermde werk zonder uw toestemming gebruikt, kunt u het hier beschreven proces https://nl.player.fm/legal volgen.
Í þessu síðasta Rokklandi ársins ætlum við að endurflytja þátt frá árinu 2019 þar sem gestirnir eru þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson, Mannakorn, í tilefni af því að Magnús hlaut á dögunum fyrstur manna, þakkarorðu íslenskrar tónlistar. Magnús hlaut viðurkenninguna á degi íslenskrar tónlistar (1. desember sl) á tónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs og voru sýndir í Sjónvarpinu núna um jólin. Plötur Mannakorna eru níu talsins og sú síðasta kom út fyrir áratug og heitir Í núinu. En 1977 kom önnur plata Mannakorna út, platan Í gegnum tíðina sem hefur að geyma perlur eins og Garún, Sölvi Helgason, Braggablús, Göngum yfir brúna og Gamli góði vinur. Þeir Mannakorns foringjar Magnús og Pálmi komu í heimsókn í Rokkland árið 2019 til að hlusta með okkur á alla plötuna og segja okkur frá og við endurtökum þennan þatt í dag.
…
continue reading
144 afleveringen